Skip to main content

Full text of "Prédikun á 2. sunnudag eptir þrettánda 1858"

See other formats


Ólafar Kl $0n: 
Írédikun 
Ál. sunnud e. þrélanda 1858. 


PRÉDIKUN 


EÆPTIR 


Ó. PÁLSSON. 


Í PRENTSMIÐJU Ísnanns, E. ÞÓRÐARSON. 


|--- REYKJAVÍK, 1859. 


áð } 93 


EÐ EÐ 


PREDIKUN 


Á 2. SUNNUDAG EPTIR ÞRETTÁNDA 


1858. 


EPTIR 


ÓLAF PÁLSSON, 


PRÓFAST Í KJALARNESSÞINGI OG 
DÓMKIRKJUPREST. 


fn 


LANDSBÓKASAFN 


FR 


REYKJAVÍK 1859. 


í PRENTUÐ Í PRENTSMIÐJU ÍSLANDS, HJÁ E. þÓRÐARsYNI. 


Þegar eg flutti prödikun þessa, fyrir rúmu ári síð- 
an, mæltust fáeinir sóknarmenn mínir til, að eg léti 
hana einhvern tíma koma fyrir almennings sjónir. 
Þótt eg viti, að henni sé í mörgu ábótavant, vil eg 
samt nú verða við tilmælum þessum. Sá litli ágóði, 
sem verða kynni af sölu blaða þessara, er ætlaður 
sjóðnum handa fátækum prestaekkjum 
á Íslandi, og mun síðar gjörð opinber skilagrein 
fyrir því. Hvert exemplar kostar 6 skildinga. 
Reykjavík, 1. Febrúar 1859. 
Ó. Pálsson. 


F. þér, Drottinn! kemur öll góð og fullkomin 
gjöf, og kemur af umhyggju fyrir velferð þínna 
barna. En þú þekkir mannlegan breyskleika, þekkir 
hversu opt heimsins gæði verða svo brúkuð, að þau 
eru misbrúkuð.  Æ! styrk þú hvern og einn til 
þess að gæta þíns heilaga vilja; leiðrétt þann, sem 
villist; reis þann á fætur aptur, sem hefir fallið, 
og varðveit alla í þínum ótta; svo að fyrir hvað 
eina gott, sem vér þyggjum af þinni föðurhendi, 
verðum vér farsælli og betri, og frelsaðir frá heims- 
ins freistni og snörum fáum vér náð þeirri farsæld, 
sem þú tilbýr oss með öllum þínum ástgjöfum. 
Amen! 


Guðspjallið Jóh. 2, 1.— 11. 

Þessi heilögu guðspjallsorð, þau leiða oss í 
huga vorum inn í gleðisamkvæmið, og gleðin helg- 
ast þar af nálægð Drottins. En þegar vér lítum 
yfir þann atburð, sem hér er sagt frá, er það að 
vísu margt, en þó sér í lagi tvennt, sem oss með 
öllum rétti má koma til hugar. Hið fyrra er það, 
að oss er leyft að njóta gleði lífsins.  Gjafarinn 
alls hins góða, sem annast alla vora nauðþurft, ber 
einnig með mörgu móti umhyggju fyrir því, sem er 
fram yfir hana, til býr oss margan fögnuð og glað- 
værð, sem vér skulum njóta, til þess vör því frem- 


6 


ur fáum kannazt við miskunsemi hans og verið glað- 
værir af henni. En þarsem vér sjáum Drottinn 
sjálfan í gleðisamkvæminu, og ályktum af því með 
rétti, að gleðinnar nautn er ossleyfð, þá er oss vissu- 
lega í annan stað bent tilþeirrar lífsreglu, sem vér 
jafnan ættum að hafa í minni. Það er eins og sagt 
sé við oss, hvern fyrir sig: dreyp þú aldrei á 
gleðibikarnum sem Guðs föðurhönd rétt- 
ir að þór, ánþess að gæta aðGuði og hafa 
hann þér nálægan. því þetta er það, sem 
helgar alla gleði og tilbýr oss af henni þá nautn, 
sem er, eptir Guðs góðum vilja, til endurlífgunar 
vorum sálum. En með hve mörgum hætti verður 
þessu ekki fyrirgjört, og gleðinnar gjöf, sem, með 
þakklæti til Guðs meðtekin, er góð fyrir alla, verð- 
ur þannig mörgum til spillingar, því að þeir njóta 
hennar svo, að þeir gleyma Guði og hans vilja. 
En hvernig sem það er gjört, þá er það synd, og 
hún er jafnan töpun mannsins. En einn er þó sér 
í lagi sá löstur, sem leiðir til að syndgast á gleð- 
innar nautn, en það er ofdrykkjan. Já, opt 
kemur af henni eyðilegging og tjón. bæði fyrir líf 
og sálu, þar sem forsjón Gnós hafði tilbúið sak- 
lausa gleði til endurnæringar því; og það kemur af 
því, að gleðinnar er notið, án þess að hugsa til 
Guðs, og til þess, að hennar bar ekki að njóta frek- 
ar en svo, að það væri eptir hans vilja og honum 
til dýrðar. Dæmin eru mörg (og þess væri óskandi 
til Guðs, að þau fjölguðu ekki óðum), sem sýna, 


7 


hvernig menn með þeirri syndsamlegri nautn eyði- 
leggja stundlega velferð sína, já, fram ganga svo 
gálauslega, að, þegar horft er fram yfir þetta tím- 
anlega, virðist glötunarinnar afgrunnur einn að liggja 
opinn fyrir þeim. Þetta, bræður mínir! er mjög 
verðugt vors alvarlegasta athuga, og Guð láti það, 
af náð sinni, verða til viðvörunar oss öllum, en til 
leiðréttingar hverjum, sem fer villur vegar, er vör 
á þessari heilögu stundu förum nokkrum hugleið- 
ingum um það, hvernig ofdrykkjunnar 
löstur er skaðlegur, hvort heldur er 
fyrir mannsins tímanlega eður eilífa 
velferð. 


„Drekkið yður ekki víndrukkna, því þar af 
flýtur óheill“, segir postulinn, og það er varla hægt, 
að telja alla þá ógæfu, sem ofdrykkjunnar löstur 
getur steypt manninum í. Þó öll synd, í raun 
réttri, strafli sig sjálf, þá á það má ske hjá engri 
fremur heima en þessari. „Heyr þú, minn son! og 
vertu hygginn, og stýr þínu hjarta mitt á veginn. 
Vertu ei með drykkjumönnum, með þeim, sem eyði- 
leggja sitt hold“. Þannig segir spekingur Drottins, 
og það er sú aðvörun, sem mjög opt verður ítrek- 
uð fyrir hverjum einum, þegar hann sér ofdrykkju- 
manninn, hvernig hann aumkunarlega dregur fram 
sitt líf. Vér sjáum þá dag frá degi fleiri en einn, 
sem stöðvunarlaust hrapa til þess aptur og aptur 


8 


að neyta af þeim tælandi ávexti, sem er forboðinn 
fyrir það, að hans er neytt í óhófi og með þeim 
hætti, að þar með verður fyrirgjört þeim beztu gáf- 
um lífsins, sem Guð hefir gefið. Vör sjáum hinn 
unga, og þann, sem enn nú er staddur á lífsins 
beztu árum, veikan og svo sem gamlan og hruman 
fyrir tímann, af því hann með ofdrykkjunni hefir 
miður brotið „heilsu líkamans; hann hefir gleymt 
bæði Guði og sér sjálfum, ekki hirt um að varð- 
veita það, sem Guð hafði gefið honum dýrmætast 
af þessa lífs gæðum. Hin skammvinna óhófsnautn 
svæfir hann upp aptur og aptur, svo að hann jafn- 
an á ný vaknar af sínum vitstola draumi, til að 
finna glöggvari og glöggvari merki þess, að heil- 
brigðinnar dýrmæti fjársjóður hverfur óðum, og þar 
með dvínar öll sannarleg gleði lífsins. Því hvað af 
þessa heims gæðum getur fært þeim nokkra endur- 
lífgandi nautn, sem hefir fyrirgjört þessu mikla 
hnossi? Guð gefur öllum sínum börnum þetta líf, 
að vísu til þess, að þau í gegnum það skuli fram- 
leiðast til annars sælla og betra, en hans nákvæma 
hönd til býr einnig farsæld og gleði hér stund- 
lega hverjum, sem ekki fyrirgjörir því sjálfur; hann 
til býr það einnig í nægtum þeirra hluta, sem heyra 
til hagsælda og ánægju þessara lífdaga. En einnig 
þessu láni Drottins, sviptir ofdrykkjumaðurinn sjálf- 
an sig. „Drykkjumenn og óhófsmenn verða snauðir“, 
segir Salómon. Já, það er opt sorglegt að sjá hinn 
ógæfusama í þessu falli, þann, sem hvað eptir ann- 


9 


að eyðir í ofdrykkjunni hinum dýrmætu stundum af 
vinnudegi lífsins. Þessum lesti er jafnan samfara 
einn annar, sem einnig eyðileggur tímanlega velferð 
mannsins, en það er iðjuleysið.  Gjarnast hverfur 
bæði ráðdeild og þrek til þess að leita atvinnu sinn- 
ar í Guðs ótta, og þannig sést opt sá, sem, stadd- 
ur á hinu bezta skeiði lífsins, hefir einungis eigin 
nauðþurft að annast, fátæklegum tötrum klæddur; 
hann ráfar um þurra staði, og fær ekki hjá því 
komizt, að auðvirða sig sjálfan með því, að vera 
öðrum til þyngsla. Og ef þér lítið inn í hús húss- 
föðursins, sem hefir ofurselt sig þessum hryggilega 
lesti, hvað komið þér þá þangað að sjá? Það mun 
sjaldnast fara hjá því, að þér sjáið þar óregluna 
og hirðuleysið jafnvel um hin helgustu skyldunnar 
störf, því þau verða svo sjaldan snert af þeirri 
hendinni, sem ætlað var að gegna þeim og gæta 
hússins og velvegnunar þess; en samferða þessu 
hefir einnig örbyrgðin flutt þangað inn og rænt í 
burtu allri heill og gleði. Það er þannig og með 
ótal mörgum öðrum hætti, að, þegar með tilliti til 
mannsins tímanlegu velvegnunar, leiðir ofdrykkjan 
margfalda ófarsæld yfir hann. Já, hún fylgir hon- 
um einnig í hans eigin brjósti, því á þeim stundum 
lífsins, er hann vaknar af sínum draumi, og honum 
verður hugsað til þess, hvernig hann eyðir dögum sín- 
um, verður litið yfir sitt eigið ástand, hverja ánægju 
getur hann þá haft með sjálfum sér? Samvizk- 
unnar álas, það særir jafnan og neitar um friðinn, 


10 


en ekki sízt fyrir þá syndina, sem svo gálauslega 
er drýgð upp aptur og aptur, og lætur kenna á því, 
hvernig hún er töpun mannsins. Hver sem því vill 
lifa og sjá glaðadaga, hann gæti sín í Drottins nafni 
og forðist þenna eyðileggjandi löst. Ánægja og 
margháttuð farsæld þessa lífs fylgir þeim hinum 
hófsama á hans vegum, og það er mjög mikilsverð 
lífsregla, sem hinn vitri hefir gefið: „prófa sál þína 
í þínu lífi og sjá hvað henni er skaðlegt, og leyf 
henni það ekki“. „Af óhófi hafa margir dáið, en 
sá, sem gætir sín, lengir sitt líf“. 

Ofdrykkjan spillir mannsins tímanlegri velferð. 
Hún gjörir það einnig þar sem litið er til þess, er 
hann skal lifa með öðrum í heiminum og umgang- 
ast þá. Það er ekki lítill hluti vorrar sönnu lífs 
gleði og ánægju, sem Guð hefir til búið oss í inn- 
byrðis friði, ást og hjálpsemi, þar sem það ræður 
samlífi manna eptir hans vilja. En fátt er þá einn- 
ig vissara til að tortýna þessum miklu gæðum, en 
ofdrykkjan. „Hvar eru deilur, hvar klögun?“ segir 
ritningin. En hún svararsér sjálf: „hjá þeim, sem 
tefja lengi yfir víninu“. Já, það gengur gjarnast 
8y0, að sá sem gjörir það, hann anar áfram í blindni, 
og slítur þau friðarins bönd, sem eiga að gjöra 
hann farsælan. Hann hefir hrifið sig sjálfan undan 
gæzlu skynseminnar, en þar með er þá sleppt allri 
þeirri varúð í orði, viðmóti og hegðun, sem hér 
gjörir veginn slöttan. Sá sem annars er svo gjörð- 
ur, a% hann fram gengur siðprúður og hógvær við 


1 


hvern mann, hversu opt breytist hann ekki við of- 
drykkjuæðið í villudýrsins ham? Hann gengur á- 
fram í villu, og hefir vart lengur ráð orða sinna 
eður gjörða; sviptur undan yfirráðum skynseminn- 
ar, vill hann þó svosem vita allt og dæma um allt, 
setur sig upp yfir aðra, og hirðir ekki eða veit, 
hvernig hneyxlanin streymir fram af hans vitstola 
tungu, í hinum vægðarlausu dómum, í formæling- 
unum, sem vitna um, að hann hefir gleymt bæði 
Guði og sjálfum sér. En hvað flýtur þá af öllu 
þessu fyrir manninn sjálfan? Ekkert vissar, en 
fyrirlitning annara, sem gjörir mjög mikið að því, 
að svipta hann velvegnun þessa lífs. Því hver get- 
ur þó annað, en séð í því hina mestu svívirðingu 
mannlegs félags, hvort heldnr hann hyggur til hinna 
einstöku, sem fram ganga þannig, eður hinna mörgu, 
sem dag frá degi flykkjast saman, án þess nokkuð 
annað sameini þá, en hið sama gálausa æði? Þar 
heyrast hin óguðlegu hneyxlandi orð, sem jafnvel 
ekki hlífa því hinu helgasta. Því hvað er tíðara, 
en að jafnvel Guðs orð verður vanhelgað af. þeim 
saurugu vörum? En auk þessa eru þar „deilur 
og öll ill viðskipti“ því ofdrykkjan á opt mikinn 
þátt í því, að ræna friðarins dýrmætu eign. Já, 
sjáum vér ekki einatt, hvernig hún og ekkert annað 
hefir verið sá morðengill, sem svipti friönum og 
allri hans blessun af heimilunum, og sleit hin helg- 
ustu bönd? „Spakt og rósamlegt líferni“, það er, 
í hverri stöðn sem er, mikið ágæti lífsins, og hver 


12 


sem vill varðveita það sér til handa, hann gæti að 
Guði og sjálfum sér, og forðist þann löst, sem 
þannig hefir með sér sitt hryggilega strafl. Og til 
þess að geyma friðarins gjöf, eins og hverja aðra 
Guðs gjöf, útheimtist það, að ganga jafnan vakandi, 
eins og á degi. Geymir þú sjálfur hið góða, sem 
Guð til býr þér hér á jörðu, þá geymir hans hönd 
það með þér, og það glatast ekki. 

Þannig er ofdrykkjan sá löstur, sem með ótal 
mörgum hætti fyrirgjörir mannsins tímanlegri vel- 
ferð. En láíum oss þá ekki heldur svíkja oss sjálfa 
með því, að aðskilja það þar frá, hvernig hinn 
sami löstur er einhver hinn hættulegasti fyrir ei- 
lífa sáluhjálp hvers eins. Það er mikið sagt, en 
þó víst ekki um of, að má ske hefir enginn löstur, 
eins opt og eins óumflýjanlega og þessi, leitt fram 
að afgrunni hinnar eilífu töpunar. þar sveimar 
hinn gálausi syndari, og einsog hans eigið líf, svo 
hangir og hans eilíf velferð á veikum þræði. Vér 
erum allir á vegferð lífsins, eins og „vegfarandinn, 
sem ekki kann að stýra sinni göngu“, og það er 
ekki nema ein hönd, sem leiðir og getur leitt oss 
áfram um vorn sáluhjálpar veg, en það er Guðs 
föðurhönd. En um hvern verður það þá sagt með 
eins miklum sanni og um ofdrykkjumanninn, að 
hann hrífi sig undan hennar blessaðri gælu! Því 
hvað er í raun rjettri þess manns líf? Hann berst 
ósjálfrátt áfram með tímans straumi, án þess að 
skynsemin, sem Guð gaf til þess, að: hún lýsti fyrir 


13 


honum, færi honum nokkra leiðbeiningu,. án þess 
að frjálsræðið fái, eptir Guðs vilja, orðið honum 
að meðali til þess, að höndla hnoss sinnar eilífu 
farsældar. það mun óhætt að fullyrða, að það er 
einmitt í þessu ásigkomulagi, að margur hver smakk- 
ar fyrst hinn forboðna ávöxt lastanna, til eyðilegg- 
ingar sjálfum sér. Það gjörir að vísu öll synd, en 
ekki sízt þessi, að hún fæðir af sér margar aðrar. 
Þú, sem hefir hrapað á þenna afveg, og sem finnur 
þig þegar óhæfan til að annast tímanlega velferð 
þína, þú, sem lætur þig svo leiða af þinni stjórn- 
lausri girnd, að þú hvorki ert fær um, né finnur 
þig færan um, að gegna þeim skyldum, sem sú 
staðan krefur af þér, í hverja Guð hefir sett þig, 
ertu þá ekki þar með, og það öllu fremur, orðinn 
óhæfur til hins, að sorga fyrir sálu þinni? Hefir 
þú ekki ofþyngt svo hjarta þitt, að frá því er horfin 
öll ástundun hins æðra? Þú hirðir ekki meira um 
hvern lífsins dag, en að þú gálaust fleygir í burtu 
allri þeirri farsæld, sem Guð til bjó þér með hon- 
um; — og hvað muntu þá hirða um eilífðina? 
Þú veizt hvað Guð hafði ætlazt til að þú skyldir 
verða, en hvað ertu orðinn fyrir þína eigin synd? 
Þú óttast má ske að svara til þessa fyrir Guði og 
sjálfum þér, en láttu það þá vera til þess, að þú 
„farir og syndgir ekki framar“. 

Oss mönnunum heyrir það ekki til að dæma. 
Þér, Drottinn! tilheyrir það, sem rannsakar alla hluti. 
Þú einn veizt það bezt, hvert nokkur er á ólukku 


14 


vegi, og kannt að leiða á eilífðarinnar veg. Æ, 
ef þessi orð eru heyrð af nokkrum þeim, sem þurfa 
leiðréttingar við, þá áhrær þú mildilega þeirra 
hjörtu og leiðrétt þá. Já, þú veizt það líka, 
hversu margir þeir eru hér fjærstaddir, sem fara 
villir vega, og virztu einnig í þeirra hjörtu að inn- 
ræta þitt föðurlegt aðvörunarorð, svo hver gæti sín, 
en þú geymir alla, í Jesú nafni. Amen! 


$ 
(I03 


I8J9. 


Lbs - Hbs / Þjóðdeild 


LL il HANN 


TR